Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 1KINGS 7

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    7:1 Höll sína var Salómon ađ byggja í ţrettán ár og fullgjörđi ţannig allt sitt hús.

    7:2 Hann byggđi Líbanonsskógarhúsiđ, er var hundrađ álnir á lengd, fimmtíu álnir á breidd og ţrjátíu álnir á hćđ á ţrem sedrussúlnaröđum, og á súlunum hvíldu bjálkar af sedrusviđi.

    7:3 Og ţađ var ţakiđ sedrusviđi uppi yfir hliđarherbergjunum, er hvíldu á fjörutíu og fimm súlum, fimmtán í hverri röđ.

    7:4 Gluggarađirnar voru ţrjár, og ljóri gegnt ljóra ţrem sinnum.

    7:5 Og allar dyr og allir ljórar voru ferhyrndir, og ljóri var gegnt ljóra ţrem sinnum.

    7:6 Hann gjörđi súlnasal, fimmtíu álnir á lengd og ţrjátíu álnir á breidd, og forsal ţar fyrir framan og súlur og pall ţar fyrir framan.

    7:7 Hann byggđi hásćtissal, ţar sem hann kvađ upp dóma _ dómhöllina _, og hún var ţiljuđ sedrusviđi frá gólfi til lofts.

    7:8 Og hús hans sjálfs, ţar er hann bjó, í öđrum garđinum, inn af forsalnum, var gjört á sama hátt. Salómon gjörđi og hús, eins og forsalinn, handa dóttur Faraós, er hann hafđi gengiđ ađ eiga.

    7:9 Allt ţetta var byggt af úthöggnum steinum, er voru höggnir til eftir máli, sagađir međ sög innan og utan, frá undirstöđum og upp á veggbrúnir, og ađ utan allt ađ forgarđinum mikla.

    7:10 Og undirstađan var úr úthöggnum steinum, stórum steinum, tíu álna steinum og átta álna steinum.

    7:11 Og ţar á ofan voru úthöggnir steinar, höggnir eftir máli, og sedrusviđur.

    7:12 Og forgarđurinn mikli var gjörđur allt um kring af ţrem lögum af höggnum steini og einu lagi af sedrusbjálkum, svo og innri forgarđur musteris Drottins og forgarđurinn ađ súlnasal hallarinnar.

    7:13 Salómon konungur sendi menn og lét sćkja Híram frá Týrus.

    7:14 Hann var sonur ekkju nokkurrar af ćttkvísl Naftalí, en fađir hans var ćttađur frá Týrus og var koparsmiđur. Var hann fullur hagleiks, skilnings og kunnáttu til ađ gjöra alls konar smíđar af eiri. Hann kom til Salómons konungs og smíđađi allar smíđar fyrir hann.

    7:15 Híram steypti báđar súlurnar af eiri. Önnur súlan var átján álnir á hćđ, og tólf álna langan ţráđ ţurfti til ţess ađ ná utan um hana. Súlan var fjögurra fingra ţykk, hol ađ innan. Á sama hátt gjörđi hann hina súluna.

    7:16 Og hann gjörđi tvö höfuđ steypt af eiri til ţess ađ setja ofan á súlurnar. Var hvort höfuđ fimm álnir á hćđ.

    7:17 Á höfđunum, sem voru á súlunum, var sem riđiđ net og fléttur, gjörđar af festum, sjö fyrir hvort höfuđ.

    7:18 Og hann gjörđi granatepli, tvćr rađir allt í kring, utan á öđru netinu, til ţess ađ hylja höfuđin, sem voru ofan á súlunum, eins gjörđi hann á hinu höfđinu.

    7:19 Höfuđin, sem voru ofan á súlunum í forsalnum, voru liljumynduđ, fjórar álnir.

    7:20 Á báđum súlunum voru höfuđ, einnig ađ ofan, hjá bungunni undir riđna netinu. Granateplin voru tvö hundruđ ađ tölu, í röđum hringinn í kringum hitt höfuđiđ.

    7:21 Hann reisti súlurnar viđ forsal ađalhússins. Hann reisti hćgri súluna og kallađi hana Jakín, og hann reisti vinstri súluna og kallađi hana Bóas.

    7:22 Og efst voru súlurnar liljumyndađar. Ţannig var súlnasmíđinu lokiđ.

    7:23 Og Híram gjörđi hafiđ, og var ţađ steypt af eiri. Ţađ var tíu álnir af barmi og á, kringlótt og fimm álnir á dýpt, og ţrjátíu álna snúra lá um ţađ.

    7:24 En neđan á barminum allt í kring voru hnappar, tíu á hverri alin, er mynduđu hring utan um hafiđ, tvćr rađir af hnöppum, og voru ţeir samsteyptir hafinu.

    7:25 Ţađ stóđ á tólf nautum. Sneru ţrjú í norđur, ţrjú í vestur, ţrjú í suđur, ţrjú í austur. Hvíldi hafiđ á ţeim, og sneru allir bakhlutir ţeirra inn.

    7:26 Ţađ var ţverhandarţykkt og barmur ţess í laginu sem barmur á bikar, líkt og liljublóm. Ţađ tók tvö ţúsund bat.

    7:27 Híram gjörđi og vagnana, tíu ađ tölu, af eiri. Var hver vagn fjórar álnir á lengd, fjórar álnir á breidd og ţrjár álnir á hćđ.

    7:28 En hver vagnanna var svo gjörđur: Á ţeim voru speld milli brúnalistanna.

    7:29 En á speldunum, sem voru milli brúnalistanna, voru ljón, naut og kerúbar, og eins á brúnalistunum. Og bćđi fyrir ofan og fyrir neđan ljónin og nautin voru hangandi blómfestar.

    7:30 Á hverjum vagni voru fjögur hjól af eiri og öxlar af eiri. Á fjórum hornum hvers vagns voru ţverslár. Voru ţverslárnar steyptar undir keriđ. Gegnt hverri ţeirra voru blómfestar.

    7:31 Opin á kerunum voru fyrir innan ţverslárnar, alin á hćđ, og voru ţau kringlótt, hálf önnur alin. Og einnig á börmum opsins voru grafnar myndir. Speldin voru ferskeytt, ekki kringlótt.

    7:32 Hjólin fjögur voru undir speldunum og hjólhaldararnir festir viđ vagninn. En hvert hjól var hálf önnur alin á hćđ.

    7:33 Og hjólin voru gjörđ eins og vagnhjól. Haldarar ţeirra, hringir, spelir og nafir, _ allt var ţađ steypt.

    7:34 Á fjórum hornum hvers vagns voru fjórar ţverslár. Gengu ţverslárnar upp af vögnunum.

    7:35 Uppi á hverjum vagni var eins konar standur, hálf alin á hćđ, alls stađar sívalur. Og ofan á vagninum voru haldarar hans og speld og gengu upp úr honum.

    7:36 Á fleti haldara hans og á speld hans gróf hann kerúba, ljón og pálma, eftir ţví sem rúm var til á hverju, og blómfestar í kring.

    7:37 Á ţennan hátt gjörđi hann vagnana tíu. Ţeir voru allir eins steyptir, jafnstórir og af sömu gerđ.

    7:38 Ţá gjörđi hann tíu ker af eiri. Tók hvert ker fjörutíu bat, og var hvert ţeirra fjórar álnir ađ ţvermáli. Eitt ker var á hverjum pallanna tíu.

    7:39 Og hann setti fimm vagnanna hćgra megin í húsiđ og fimm vinstra megin. En hafiđ setti hann hćgra megin viđ húsiđ, í austur, gegnt suđri.

    7:40 Og Híram gjörđi kerin, eldspađana og fórnarskálarnar, og ţannig lauk hann viđ allar ţćr smíđar, er hann hafđi gjört fyrir Salómon konung í hús Drottins:

    7:41 tvćr súlur og tvćr kúlur á súlnahöfđunum og bćđi riđnu netin, er hylja áttu báđar kúlurnar á súlnahöfđunum,

    7:42 og fjögur hundruđ granateplin á bćđi netin, tvćr rađir af granateplum á hvort net, er hylja áttu báđar kúlurnar á súlnahöfđunum.

    7:43 Enn fremur vagnana tíu og kerin tíu á vögnunum,

    7:44 og hafiđ og tólf nautin undir hafinu,

    7:45 og katlana, eldspađana og fórnarskálarnar. Öll ţessi áhöld, er Híram hafđi gjört fyrir Salómon konung í hús Drottins, voru úr skyggđum eiri.

    7:46 Lét konungur steypa ţau á Jórdansléttlendinu í leirmótum, milli Súkkót og Saretan.

    7:47 Salómon lét áhöldin vera óvegin, af ţví ađ ţau voru afar mörg. Ţyngd eirsins var eigi rannsökuđ.

    7:48 Og Salómon gjörđi öll ţau áhöld, sem voru í húsi Drottins: gullaltariđ og borđiđ, sem skođunarbrauđin lágu á, af gulli,

    7:49 og ljósastikurnar, fimm hćgra megin og fimm vinstra megin, fyrir framan innhúsiđ af skíru gulli, og blómin, lampana og ljósasöxin af gulli,

    7:50 og katlana, skarbítana, fórnarskálarnar, bollana, eldpönnurnar af skíru gulli. Hjarirnar á vćngjahurđum innsta hússins, Hins allrahelgasta, og á vćngjahurđum musterisins, ađalhússins, voru og af gulli.

    7:51 Og er öllu ţví verki var lokiđ, er Salómon konungur lét gjöra í húsi Drottins, ţá flutti hann helgigjafir Davíđs föđur síns inn í ţađ, silfriđ og gulliđ, en áhöldin lét hann í féhirslur Drottins húss.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine