Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - GENESIS 10

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    10:1 Þetta er ættartala Nóa sona, Sems, Kams og Jafets. Þeim fæddust synir eftir flóðið.

    10:2 Synir Jafets: Gómer, Magog, Madaí, Javan, Túbal, Mesek og Tíras.

    10:3 Og synir Gómers: Askenas, Rífat og Tógarma.

    10:4 Og synir Javans: Elísa, Tarsis, Kittar og Ródanítar.

    10:5 Út frá þeim kvísluðust þeir, sem byggja eylönd heiðingjanna. Þetta eru synir Jafets eftir löndum þeirra, hver eftir sinni tungu, eftir kynþáttum þeirra og samkvæmt þjóðerni þeirra.

    10:6 Synir Kams: Kús, Mísraím, Pút og Kanaan.

    10:7 Og synir Kúss: Seba, Havíla, Sabta, Raema og Sabteka. Og synir Raema: Séba og Dedan.

    10:8 Kús gat Nimrod. Hann tók að gjörast voldugur á jörðinni.

    10:9 Hann var mikill veiðimaður fyrir Drottni. Því er máltækið: ,,Mikill veiðimaður fyrir Drottni eins og Nimrod.``

    10:10 Og upphaf ríkis hans var Babel, Erek, Akkad og Kalne í Sínearlandi.

    10:11 Frá þessu landi hélt hann til Assýríu og byggði Níníve, Rehóbót-Ír og Kala,

    10:12 og Resen milli Níníve og Kala, það er borgin mikla.

    10:13 Mísraím gat Lúdíta, Anamíta, Lekabíta, Naftúkíta,

    10:14 Patrúsíta, Kaslúkíta (þaðan eru komnir Filistar) og Kaftóríta.

    10:15 Kanaan gat Sídon, frumgetning sinn, og Het

    10:16 og Jebúsíta, Amoríta, Gírgasíta,

    10:17 Hevíta, Arkíta, Síníta,

    10:18 Arvadíta, Semaríta og Hamatíta. Og síðan breiddust út kynkvíslir Kanaanítanna.

    10:19 Landamerki Kanaanítanna eru frá Sídon um Gerar allt til Gasa, þá er stefnan til Sódómu og Gómorru og Adma og Sebóím, allt til Lasa.

    10:20 Þetta eru synir Kams eftir kynþáttum þeirra, eftir tungum þeirra, samkvæmt löndum þeirra og þjóðerni.

    10:21 En Sem, ættfaðir allra Ebers sona, eldri bróðir Jafets, eignaðist og sonu.

    10:22 Synir Sems: Elam, Assúr, Arpaksad, Lúd og Aram.

    10:23 Og synir Arams: Ús, Húl, Geter og Mas.

    10:24 Arpaksad gat Sela, og Sela gat Eber.

    10:25 Og Eber fæddust tveir synir. Hét annar Peleg, því að á hans dögum greindist fólkið á jörðinni, en bróðir hans hét Joktan.

    10:26 Og Joktan gat Almódad, Salef, Hasarmavet, Jara,

    10:27 Hadóram, Úsal, Dikla,

    10:28 Óbal, Abímael, Seba,

    10:29 Ófír, Havíla og Jóbab. Þessir allir eru synir Joktans.

    10:30 Og bústaður þeirra var frá Mesa til Sefar, til austurfjallanna.

    10:31 Þetta eru synir Sems, eftir ættkvíslum þeirra, eftir tungum þeirra, samkvæmt löndum þeirra, eftir þjóðerni þeirra.

    10:32 Þetta eru ættkvíslir Nóa sona eftir ættartölum þeirra, samkvæmt þjóðerni þeirra, og frá þeim kvísluðust þjóðirnar út um jörðina eftir flóðið.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine