Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 2SAMUEL 23

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    23:1 Þetta eru síðustu orð Davíðs: Svo mælti Davíð Ísaíson, svo mælti maðurinn, er hátt var settur, hinn smurði Jakobs Guðs, ljúflingur Ísraels ljóða.

    23:2 Andi Drottins talaði í mér og hans orð er á minni tungu.

    23:3 Ísraels Guð talaði, bjarg Ísraels mælti við mig: ,,Sá sem ríkir yfir mönnum með réttvísi, sá sem ríkir í ótta Guðs,

    23:4 hann er eins og dagsbirtan, þegar sólin rennur upp á heiðríkju-morgni, þegar grasið sprettur í glaðasólskini eftir regn.``

    23:5 Já, er ekki hús mitt svo fyrir Guði? Því að hann hefir gjört við mig eilífan sáttmála, ákveðinn í öllum greinum og áreiðanlegan. Já, allt sem verður mér til heilla og gleði, skyldi hann ekki veita því vöxt?

    23:6 En varmennin, þau eru öll eins og þyrnar, sem út er kastað, því að enginn tekur á þeim með hendinni.

    23:7 Hver, sem rekst á þau, vopnast járni og spjótskafti, og í eldi munu þau brennd verða til kaldra kola.

    23:8 Þetta eru nöfnin á köppum Davíðs: Ísbaal Hakmóníti, höfðingi hinna þriggja. Hann veifaði spjóti sínu yfir átta hundruð vegnum í einu.

    23:9 Honum næstur er, meðal kappanna þriggja, Eleasar Dódóson, Ahóhíti. Hann var með Davíð í Pas Dammím, en Filistar höfðu safnast þar saman til orustu. En er Ísraelsmenn hörfuðu undan,

    23:10 stóð hann fastur fyrir og barði á Filistum, uns hann varð þreyttur í hendinni, og hönd hans var kreppt um sverðið, og Drottinn veitti mikinn sigur á þeim degi. Og liðið sneri aftur með honum aðeins til rána.

    23:11 Næstur honum er Samma Ageson, Hararíti. Filistar söfnuðust saman og fóru til Lekí, en þar var akurspilda, alsprottin flatbaunum. En er fólkið flýði fyrir Filistum,

    23:12 nam hann staðar í spildunni miðri, náði henni og vann sigur á Filistum. Veitti Drottinn þannig mikinn sigur.

    23:13 Einu sinni fóru þrír af höfðingjunum þrjátíu og komu til Davíðs í hamrinum, í Adúllamvíginu, en flokkur af Filistum lá í herbúðum í Refaímdal.

    23:14 Þá var Davíð í víginu, en varðsveit Filista var þá í Betlehem.

    23:15 Þá þyrsti Davíð og hann sagði: ,,Hver vill sækja mér vatn í brunninn í Betlehem, sem er þar við hliðið?``

    23:16 Þá brutust kapparnir þrír gegnum herbúðir Filista, jusu vatni úr brunninum í Betlehem, sem þar er við hliðið, tóku það og færðu Davíð. En hann vildi ekki drekka það, heldur dreypti því Drottni til handa

    23:17 og mælti: ,,Drottinn láti það vera fjarri mér að gjöra slíkt! Get ég drukkið blóð þeirra manna, sem stofnuðu lífi sínu í hættu með því að fara?`` _ og hann vildi ekki drekka það. Þetta gjörðu kapparnir þrír.

    23:18 Abísaí, bróðir Jóabs, sonur Serúju, var fyrir hinum þrjátíu. Hann veifaði spjóti sínu yfir þrjú hundruð vegnum og var frægur meðal hinna þrjátíu.

    23:19 Af hinum þrjátíu var hann í heiðri hafður og var foringi þeirra, en til jafns við þá þrjá komst hann ekki.

    23:20 Benaja Jójadason, hraustmenni, frægur fyrir afreksverk sín, var frá Kabseel. Hann drap báða sonu Aríels frá Móab. Hann sté ofan í brunn og drap þar ljón einn dag, er snjóað hafði.

    23:21 Hann drap og egypskan mann tröllaukinn. Egyptinn hafði spjót í hendi, en hann fór á móti honum með staf, reif spjótið úr hendi Egyptans og drap hann með hans eigin spjóti.

    23:22 Þetta gjörði Benaja Jójadason. Hann var frægur meðal þrjátíu kappanna.

    23:23 Af hinum þrjátíu var hann í heiðri hafður, en til jafns við þá þrjá komst hann ekki. Davíð setti hann yfir lífvörð sinn.

    23:24 Meðal hinna þrjátíu voru: Asahel, bróðir Jóabs, Elkanan Dódóson frá Betlehem,

    23:25 Samma frá Haród, Elíka frá Haród,

    23:26 Heles frá Pelet, Íra Íkkesson frá Tekóa,

    23:27 Abíeser frá Anatót, Síbbekaí frá Húsa,

    23:28 Salmón frá Ahó, Maharaí frá Netófa,

    23:29 Heled Baanason frá Netófa, Íttaí Ríbaíson frá Gíbeu í Benjamíns ættkvísl,

    23:30 Benaja frá Píraton, Híddaí frá Nahale Gaas,

    23:31 Abi Albon frá Bet Araba, Asmavet frá Bahúrím,

    23:32 Eljahba frá Saalbón, Jasen Gúníti,

    23:33 Jónatan Sammason frá Harar, Ahíam Sararsson frá Arar,

    23:34 Elífelet Ahasbaíson frá Maaka, Elíam Akítófelsson frá Gíló,

    23:35 Hesró frá Karmel, Paaraí Arkíti,

    23:36 Jígal Natansson frá Sóba, Baní frá Gað,

    23:37 Selek Ammóníti, Naharaí frá Beerót, skjaldsveinn Jóabs Serújusonar,

    23:38 Íra frá Jattír, Gareb frá Jattír,

    23:39 Úría Hetíti. Til samans þrjátíu og sjö.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine