Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - ECCLESIASTES 1

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    1:1 Orð prédikarans, sonar Davíðs, konungs í Jerúsalem.

    1:2 Aumasti hégómi, segir prédikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi!

    1:3 Hvaða ávinning hefir maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sólinni?

    1:4 Ein kynslóðin fer og önnur kemur, en jörðin stendur að eilífu.

    1:5 Og sólin rennur upp, og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar síns, þar sem hún rennur upp.

    1:6 Vindurinn gengur til suðurs og snýr sér til norðurs, hann snýr sér og snýr sér og fer aftur að hringsnúast á nýjan leik.

    1:7 Allar ár renna í sjóinn, en sjórinn verður aldrei fullur, þangað sem árnar renna, þangað halda þær ávallt áfram að renna.

    1:8 Allt er sístritandi, enginn maður fær því með orðum lýst, augað verður aldrei satt af að sjá, og eyrað verður aldrei mett af að heyra.

    1:9 Það sem hefir verið, það mun verða, og það sem gjörst hefir, það mun gjörast, og ekkert er nýtt undir sólinni.

    1:10 Sé nokkuð til, er um verði sagt: sjá, þetta er nýtt _ þá hefir það orðið fyrir löngu, á tímum sem á undan oss voru.

    1:11 Forfeðranna minnast menn eigi, og ekki verður heldur eftirkomendanna, sem síðar verða uppi, minnst meðal þeirra, sem síðar verða.

    1:12 Ég, prédikarinn, var konungur yfir Ísrael í Jerúsalem.

    1:13 Ég lagði allan hug á að rannsaka og kynna mér með hyggni allt það, er gjörist undir himninum: Það er leiða þrautin, sem Guð hefir fengið mönnunum að þreyta sig á.

    1:14 Ég hefi séð öll verk, sem gjörast undir sólinni, og sjá: Allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi.

    1:15 Hið bogna getur ekki orðið beint, og það sem skortir verður eigi talið.

    1:16 Ég hugsaði með sjálfum mér: Sjá, ég hefi aflað mér meiri og víðtækari speki en allir þeir, er ríkt hafa yfir Jerúsalem á undan mér, og hjarta mitt hefir litið speki og þekkingu í ríkum mæli.

    1:17 Og er ég lagði allan hug á að þekkja speki og að þekkja flónsku og heimsku, þá komst ég að raun um, að einnig það var að sækjast eftir vindi.

    1:18 Því að mikilli speki er samfara mikil gremja, og sá sem eykur þekking sína, eykur kvöl sína.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine