Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - JOB 39

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    39:1 Veist þú tímann, nær steingeiturnar bera? Gefur þú gaum að fæðingarhríðum hindanna?

    39:2 Telur þú mánuðina, sem þær ganga með, og veist þú tímann, nær þær bera?

    39:3 Þær leggjast á knén, fæða kálfa sína, þær losna fljótt við kvalir sínar.

    39:4 Kálfar þeirra verða sterkir, vaxa í haganum, fara burt og koma ekki aftur til þeirra.

    39:5 Hver hefir látið skógarasnann ganga lausan og hver hefir leyst fjötra villiasnans,

    39:6 sem ég hefi gefið eyðivelli að bústað og saltsléttu að heimkynni?

    39:7 Hann hlær að hávaða borgarinnar, hann heyrir ekki köll rekstrarmannsins.

    39:8 Það sem hann leitar uppi á fjöllunum, er haglendi hans, og öllu því sem grænt er, sækist hann eftir.

    39:9 Mun vísundurinn vera fús til að þjóna þér eða mun hann standa um nætur við stall þinn?

    39:10 Getur þú bundið vísundinn með bandinu við plógfarið eða mun hann herfa dalgrundirnar á eftir þér?

    39:11 Reiðir þú þig á hann, af því að kraftur hans er mikill, og trúir þú honum fyrir arði þínum?

    39:12 Treystir þú honum til að flytja sáð þitt heim og til að safna því á þreskivöll þinn?

    39:13 Strúthænan baðar glaðlega vængjunum, en er nokkurt ástríki í þeim vængjum og flugfjöðrum?

    39:14 Nei, hún fær jörðinni egg sín og lætur þau hitna í moldinni

    39:15 og gleymir, að fótur getur brotið þau og dýr merkurinnar troðið þau sundur.

    39:16 Hún er hörð við unga sína, eins og hún ætti þá ekki, þótt fyrirhöfn hennar sé árangurslaus, þá er hún laus við ótta,

    39:17 því að Guð synjaði henni um visku og veitti henni enga hlutdeild í hyggindum.

    39:18 En þegar hún sveiflar sér í loft upp, þá hlær hún að hestinum og þeim sem á honum situr.

    39:19 Gefur þú hestinum styrkleika, klæðir þú makka hans flaksandi faxi?

    39:20 Lætur þú hann stökkva eins og engisprettu? Fagurlega frýsar hann, en hræðilega!

    39:21 Hann krafsar upp grundina og kætist af styrkleikanum, hann fer út á móti hertygjunum.

    39:22 Hann hlær að hræðslunni og skelfist ekki og hopar ekki fyrir sverðinu.

    39:23 Á baki hans glamrar í örvamælinum, spjót og lensa leiftra.

    39:24 Með hávaða og harki hendist hann yfir jörðina og eigi verður honum haldið, þá er lúðurinn gellur.

    39:25 Í hvert sinn er lúðurinn gellur, hvíar hann, og langar leiðir nasar hann bardagann, þrumurödd fyrirliðanna og herópið.

    39:26 Er það fyrir þín hyggindi að haukurinn lyftir flugfjöðrunum, breiðir út vængi sína í suðurátt?

    39:27 Er það eftir þinni skipun að örninn flýgur svo hátt og byggir hreiður sitt hátt uppi?

    39:28 Á klettunum á hann sér býli og ból, á klettasnösum og fjallatindum.

    39:29 Þaðan skyggnist hann að æti, augu hans sjá langar leiðir.

    39:30 Og ungar hans svelgja blóð, og hvar sem vegnir menn liggja, þar er hann.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine