Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - LUKE 24

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    24:1 En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið.

    24:2 Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni,

    24:3 og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Jesú.

    24:4 Þær skildu ekkert í þessu, en þá brá svo við, að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum.

    24:5 Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar. En þeir sögðu við þær: ,,Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra?

    24:6 Hann er ekki hér, hann er upp risinn. Minnist þess, hvernig hann talaði við yður, meðan hann var enn í Galíleu.

    24:7 Hann sagði, að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur, en rísa upp á þriðja degi.``

    24:8 Og þær minntust orða hans,

    24:9 sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum.

    24:10 Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar, sem voru með þeim. Þær sögðu postulunum frá þessu.

    24:11 En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki.

    24:12 Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það, sem við hafði borið.

    24:13 Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs, sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus.

    24:14 Þeir ræddu sín á milli um allt þetta, sem gjörst hafði.

    24:15 Þá bar svo við, er þeir voru að tala saman og ræða þetta, að Jesús sjálfur nálgaðist þá og slóst í för með þeim.

    24:16 En augu þeirra voru svo haldin, að þeir þekktu hann ekki.

    24:17 Og hann sagði við þá: ,,Hvað er það, sem þið ræðið svo mjög á göngu ykkar?`` Þeir námu staðar, daprir í bragði,

    24:18 og annar þeirra, Kleófas að nafni, sagði við hann: ,,Þú ert víst sá eini aðkomumaður í Jerúsalem, sem veist ekki, hvað þar hefur gjörst þessa dagana.``

    24:19 Hann spurði: ,,Hvað þá?`` Þeir svöruðu: ,,Þetta um Jesú frá Nasaret, sem var spámaður, máttugur í verki og orði fyrir Guði og öllum lýð,

    24:20 hvernig æðstu prestar og höfðingjar vorir framseldu hann til dauðadóms og krossfestu hann.

    24:21 Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Ísrael. En nú er þriðji dagur síðan þetta bar við.

    24:22 Þá hafa og konur nokkrar úr vorum hóp gjört oss forviða. Þær fóru árla til grafarinnar,

    24:23 en fundu ekki líkama hans og komu og sögðust enda hafa séð engla í sýn, er sögðu hann lifa.

    24:24 Nokkrir þeirra, sem með oss voru, fóru til grafarinnar og fundu allt eins og konurnar höfðu sagt, en hann sáu þeir ekki.``

    24:25 Þá sagði hann við þá: ,,Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til þess að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað!

    24:26 Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína?``

    24:27 Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um hann er í öllum ritningunum.

    24:28 Þeir nálguðust nú þorpið, sem þeir ætluðu til, en hann lét sem hann vildi halda lengra.

    24:29 Þeir lögðu þá fast að honum og sögðu: ,,Vertu hjá oss, því að kvölda tekur og degi hallar.`` Og hann fór inn til að vera hjá þeim.

    24:30 Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, þakkaði Guði, braut það og fékk þeim.

    24:31 Þá opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu hann, en hann hvarf þeim sjónum.

    24:32 Og þeir sögðu hvor við annan: ,,Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?``

    24:33 Þeir stóðu samstundis upp og fóru aftur til Jerúsalem. Þar fundu þeir þá ellefu og þá, er með þeim voru, saman komna,

    24:34 og sögðu þeir: ,,Sannarlega er Drottinn upp risinn og hefur birst Símoni.``

    24:35 Hinir sögðu þá frá því, sem við hafði borið á veginum, og hvernig þeir höfðu þekkt hann, þegar hann braut brauðið.

    24:36 Nú voru þeir að tala um þetta, og þá stendur hann sjálfur meðal þeirra og segir við þá: ,,Friður sé með yður!``

    24:37 En þeir skelfdust og urðu hræddir og hugðust sjá anda.

    24:38 Hann sagði við þá: ,,Hví eruð þér óttaslegnir og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta yðar?

    24:39 Lítið á hendur mínar og fætur, að það er ég sjálfur. Þreifið á mér, og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þér sjáið að ég hef.``

    24:40 Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og fætur.

    24:41 Enn gátu þeir ekki trúað fyrir fögnuði og voru furðu lostnir. Þá sagði hann við þá: ,,Hafið þér hér nokkuð til matar?``

    24:42 Þeir fengu honum stykki af steiktum fiski,

    24:43 og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim.

    24:44 Og hann sagði við þá: ,,Þessi er merking orða minna, sem ég talaði við yður, meðan ég var enn meðal yðar, að rætast ætti allt það, sem um mig er ritað í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum.``

    24:45 Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar.

    24:46 Og hann sagði við þá: ,,Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi,

    24:47 og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem.

    24:48 Þér eruð vottar þessa.

    24:49 Sjá, ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður, en verið þér kyrrir í borginni, uns þér íklæðist krafti frá hæðum.``

    24:50 Síðan fór hann með þá út í nánd við Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þá.

    24:51 En það varð, meðan hann var að blessa þá, að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins.

    24:52 En þeir féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine