Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - MATTHEW 14

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    14:1 Um þessar mundir spyr Heródes fjórðungsstjóri tíðindin af Jesú.

    14:2 Og hann segir við sveina sína: ,,Þetta er Jóhannes skírari, hann er risinn frá dauðum, þess vegna eru kraftarnir að verki í honum.``

    14:3 En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns,

    14:4 því Jóhannes hafði sagt við hann: ,,Þú mátt ekki eiga hana.``

    14:5 Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.

    14:6 En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo,

    14:7 að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.

    14:8 Að undirlagi móður sinnar segir hún: ,,Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara.``

    14:9 Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta.

    14:10 Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar.

    14:11 Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.

    14:12 Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú.

    14:13 Þegar Jesús heyrði þetta, fór hann þaðan á báti á óbyggðan stað og vildi vera einn. En fólkið frétti það og fór gangandi á eftir honum úr borgunum.

    14:14 Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá af þeim, er sjúkir voru.

    14:15 Um kvöldið komu lærisveinarnir að máli við hann og sögðu: ,,Hér er engin mannabyggð og dagur liðinn. Lát nú fólkið fara, að þeir geti náð til þorpanna og keypt sér vistir.``

    14:16 Jesús svaraði þeim: ,,Ekki þurfa þeir að fara, gefið þeim sjálfir að eta.``

    14:17 Þeir svara honum: ,,Vér höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska.``

    14:18 Hann segir: ,,Færið mér það hingað.``

    14:19 Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum, en þeir fólkinu.

    14:20 Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana, er af gengu, tólf körfur fullar.

    14:21 En þeir, sem neytt höfðu, voru um fimm þúsund karlmenn, auk kvenna og barna.

    14:22 Tafarlaust knúði hann lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan sér yfir um, meðan hann sendi fólkið brott.

    14:23 Og er hann hafði látið fólkið fara, gekk hann til fjalls að biðjast fyrir í einrúmi. Þegar kvöld var komið, var hann þar einn.

    14:24 En báturinn var þegar kominn langt frá landi og lá undir áföllum, því að vindur var á móti.

    14:25 En er langt var liðið nætur kom hann til þeirra, gangandi á vatninu.

    14:26 Þegar lærisveinarnir sáu hann ganga á vatninu, varð þeim bilt við. Þeir sögðu: ,,Þetta er vofa,`` og æptu af hræðslu.

    14:27 En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: ,,Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir.``

    14:28 Pétur svaraði honum: ,,Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu.``

    14:29 Jesús svaraði: ,,Kom þú!`` Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans.

    14:30 En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: ,,Herra, bjarga þú mér!``

    14:31 Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: ,,Þú trúlitli, hví efaðist þú?``

    14:32 Þeir stigu í bátinn, og þá lægði vindinn.

    14:33 En þeir sem í bátnum voru, tilbáðu hann og sögðu: ,,Sannarlega ert þú sonur Guðs.``

    14:34 Þegar þeir höfðu náð yfir um, komu þeir að landi við Genesaret.

    14:35 Fólkið á þeim stað þekkti hann og sendi boð um allt nágrennið, og menn færðu til hans alla þá, er sjúkir voru.

    14:36 Þeir báðu hann að mega rétt snerta fald klæða hans, og allir, sem snertu hann, urðu alheilir.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine