Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - NUMBERS 13

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    13:1 Drottinn talaði við Móse og sagði:

    13:2 ,,Send þú menn til að kanna Kanaanland, er ég mun gefa Ísraelsmönnum. Þér skuluð senda einn mann af ættkvísl hverri, og sé hver þeirra höfðingi meðal þeirra.``

    13:3 Og Móse sendi þá úr Paran-eyðimörk að boði Drottins. Þeir menn voru allir höfuðsmenn meðal Ísraelsmanna,

    13:4 og þessi eru nöfn þeirra: Af ættkvísl Rúbens: Sammúa Sakkúrsson.

    13:5 Af ættkvísl Símeons: Safat Hóríson.

    13:6 Af ættkvísl Júda: Kaleb Jefúnneson.

    13:7 Af ættkvísl Íssakars: Jígeal Jósefsson.

    13:8 Af ættkvísl Efraíms: Hósea Núnsson.

    13:9 Af ættkvísl Benjamíns: Paltí Rafúson.

    13:10 Af ættkvísl Sebúlons: Gaddíel Sódíson.

    13:11 Af ættkvísl Jósefs, af ættkvísl Manasse: Gaddí Súsíson.

    13:12 Af ættkvísl Dans: Ammíel Gemallíson.

    13:13 Af ættkvísl Assers: Setúr Míkaelsson.

    13:14 Af ættkvísl Naftalí: Nakbí Vofsíson.

    13:15 Af ættkvísl Gaðs: Geúel Makíson.

    13:16 Þessi eru nöfn þeirra manna, sem Móse sendi til að kanna landið. En Móse kallaði Hósea Núnsson Jósúa.

    13:17 Móse sendi þá til að kanna Kanaanland og sagði við þá: ,,Farið þér inn í Suðurlandið og gangið á fjöll upp

    13:18 og skoðið landið, hvernig það er, og fólkið, sem í því býr, hvort það er hraustlegt eða veiklegt, fátt eða margt,

    13:19 og hvernig landið er, sem það býr í, hvort það er gott eða illt, og hvernig bæirnir eru, sem það býr í, hvort það eru tjöld eða víggirtar borgir,

    13:20 og hvernig landið er, hvort það er feitt eða magurt, hvort þar eru skógar eða ekki. Og verið hugrakkir og komið með nokkuð af ávöxtum landsins.`` En þetta var á öndverðum vínberjatíma.

    13:21 Héldu þeir nú norður eftir og könnuðu landið frá Síneyðimörk allt til Rehób, þangað sem leið liggur til Hamat.

    13:22 Þeir fóru inn í Suðurlandið og komu til Hebron. Þar voru þeir Ahíman, Sesaí og Talmaí Anakssynir (en Hebron var reist sjö árum fyrr en Sóan í Egyptalandi).

    13:23 Þeir komu í Eskóldal og sniðu þar af vínviðargrein með einum vínberjaklasa og báru hann tveir á stöng milli sín, þar að auki nokkur granatepli og nokkrar fíkjur.

    13:24 Var staður þessi kallaður Eskóldalur vegna klasans, sem Ísraelsmenn skáru þar af.

    13:25 Þeir sneru aftur að fjörutíu dögum liðnum og höfðu þá kannað landið.

    13:26 Og þeir héldu heimleiðis og komu til Móse og Arons og alls safnaðar Ísraelsmanna í Paran-eyðimörk, til Kades, og sögðu þeim og öllum söfnuðinum af ferðum sínum og sýndu þeim ávöxtu landsins.

    13:27 Þeir sögðu Móse frá og mæltu: ,,Vér komum í landið, þangað sem þú sendir oss, og að sönnu flýtur það í mjólk og hunangi, og þetta er ávöxtur þess.

    13:28 En það er hraust þjóð, sem í landinu býr, og borgirnar eru víggirtar og stórar mjög, og Anaks sonu sáum vér þar einnig.

    13:29 Amalekítar byggja Suðurlandið, og Hetítar, Jebúsítar og Amorítar byggja fjalllendið, og Kanaanítar búa við sjóinn og meðfram Jórdan.``

    13:30 Kaleb stöðvaði kurr lýðsins gegn Móse og mælti: ,,Förum þangað og leggjum það undir oss, því að vér munum fá unnið það.``

    13:31 En þeir menn, er með honum höfðu farið, sögðu: ,,Oss er ofvaxið að fara mót þessari þjóð, því að hún er sterkari en vér.``

    13:32 Og þeir sem kannað höfðu landið, sögðu Ísraelsmönnum illt af því og mæltu: ,,Landið, sem vér fórum um til þess að kanna það, er land sem etur upp íbúa sína, og allt fólkið, sem vér sáum þar, eru risavaxnir menn.

    13:33 Og vér sáum þar risa, Anakssonu, sem eru risa ættar, og vér vorum í augum sjálfra vor sem engisprettur, og eins vorum vér í þeirra augum.``

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine