Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - JOB 5

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    5:1 Kalla þú bara! Ætli nokkur svari þér? og til hvers af hinum heilögu viltu snúa þér?

    5:2 Því að gremjan drepur heimskingjann, og öfundin deyðir einfeldninginn.

    5:3 Ég hefi að vísu séð heimskingjann festa djúpar rætur, en varð þó skyndilega að formæla bústað hans.

    5:4 Börn hans eru fjarlæg hjálpinni, þau eru troðin niður í hliðinu, og enginn bjargar.

    5:5 Uppskeru hans etur hinn hungraði, já, jafnvel inn í þyrna sækir hann hana, og hinir þyrstu þrá eigur hans.

    5:6 Því að óhamingjan vex ekki upp úr moldinni, og mæðan sprettur ekki upp úr jarðveginum.

    5:7 Nei, maðurinn fæðist til mæðu, eins og neistarnir fljúga upp í loftið.

    5:8 En ég mundi snúa mér til hins Almáttka og bera málefni mitt upp fyrir Guði,

    5:9 honum, sem gjörir mikla hluti og órannsakanlega, dásemdarverk, sem eigi verða talin,

    5:10 sem gefur regn á jörðina og sendir vatn yfir vellina

    5:11 til þess að hefja hina lítilmótlegu hátt upp, og til þess að hinir sorgbitnu öðlist mikla sælu;

    5:12 honum, sem gjörir að engu áform hinna lævísu, svo að hendur þeirra koma engu varanlegu til leiðar,

    5:13 sem veiðir vitringana í slægð þeirra, svo að ráð hinna slungnu kollsteypast.

    5:14 Á daginn reka þeir sig á myrkur, og sem um nótt þreifa þeir fyrir sér um hádegið.

    5:15 Þannig frelsar hann munaðarleysingjann úr gini þeirra og fátæklinginn undan valdi hins sterka.

    5:16 Þannig er von fyrir hinn vesala, og illskan lokar munni sínum.

    5:17 Sjá, sæll er sá maður, er Guð hirtir, lítilsvirð því eigi ögun hins Almáttka.

    5:18 Því að hann særir, en bindur og um, hann slær, og hendur hans græða.

    5:19 Úr sex nauðum frelsar hann þig, og í hinni sjöundu snertir þig ekkert illt.

    5:20 Í hallærinu frelsar hann þig frá dauða og í orustunni undan valdi sverðsins.

    5:21 Fyrir svipu tungunnar ert þú falinn og þarft ekkert að óttast, er eyðingin kemur.

    5:22 Að eyðing og hungri getur þú hlegið, og villidýrin þarft þú ekki að óttast.

    5:23 Því að þú ert í bandalagi við steina akurlendisins, og dýr merkurinnar eru í sátt við þig.

    5:24 Og þú munt komast að raun um, að tjald þitt er heilt, þú kannar bústað þinn og saknar einskis.

    5:25 Og þú munt komast að raun um, að niðjar þínir eru margir og afsprengi þitt sem gras á jörðu.

    5:26 Í hárri elli munt þú ganga inn í gröfina, eins og kornbundinið er látið í hlöðuna á sínum tíma.

    5:27 Sjá, þetta höfum vér útgrundað, þannig er það. Heyr þú það og set það vel á þig!

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine