Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - MATTHEW 25

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    25:1 Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína.

    25:2 Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar.

    25:3 Þær fávísu tóku lampa sína, en höfðu ekki olíu með sér,

    25:4 en hinar hyggnu tóku olíu með á könnum ásamt lömpum sínum.

    25:5 Nú dvaldist brúðgumanum, og urðu þær allar syfjaðar og sofnuðu.

    25:6 Um miðnætti kvað við hróp: ,Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann.`

    25:7 Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína.

    25:8 En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: ,Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum.`

    25:9 Þær hyggnu svöruðu: ,Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður.`

    25:10 Meðan þær voru að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokað.

    25:11 Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: ,Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.`

    25:12 En hann svaraði: ,Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.`

    25:13 Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.

    25:14 Svo er um himnaríki sem mann, er ætlaði úr landi. Hann kallaði þjóna sína og fól þeim eigur sínar.

    25:15 Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðan fór hann úr landi.

    25:16 Sá sem fékk fimm talentur, fór þegar, ávaxtaði þær og græddi aðrar fimm.

    25:17 Eins gjörði sá er tvær fékk. Hann græddi aðrar tvær.

    25:18 En sá sem fékk eina, fór og gróf fé húsbónda síns í jörð og faldi það.

    25:19 Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna og lét þá gjöra skil.

    25:20 Sá með fimm talenturnar gekk þá fram, færði honum aðrar fimm og sagði: ,Herra, fimm talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar fimm.`

    25:21 Húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.`

    25:22 Þá gekk fram sá með tvær talenturnar og mælti: ,Herra, tvær talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar tvær.`

    25:23 Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.`

    25:24 Loks kom sá er fékk eina talentu, og sagði: ,Herra, ég vissi, að þú ert maður harður, sem uppsker þar, sem þú sáðir ekki, og safnar þar, sem þú stráðir ekki.

    25:25 Ég var hræddur og fól talentu þína í jörð. Hér hefur þú þitt.`

    25:26 Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Illi og lati þjónn, þú vissir, að ég uppsker þar, sem ég sáði ekki, og safna þar, sem ég stráði ekki.

    25:27 Þú áttir því að leggja fé mitt í banka. Þá hefði ég fengið það með vöxtum, þegar ég kom heim.

    25:28 Takið af honum talentuna, og fáið þeim, sem hefur tíu talenturnar.

    25:29 Því að hverjum sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur.

    25:30 Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.`

    25:31 Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu.

    25:32 Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum.

    25:33 Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri.

    25:34 Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims.

    25:35 Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,

    25:36 nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.`

    25:37 Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?

    25:38 Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig?

    25:39 Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?`

    25:40 Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.`

    25:41 Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.

    25:42 Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka,

    25:43 gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.`

    25:44 Þá munu þeir svara: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki?`

    25:45 Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.`

    25:46 Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.``

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine